þriðjudagur, september 23, 2008

..... hef ekki alveg verið í bloggstuði undanfarið,
get ekki bloggað um það sem mig langar mest,
geri það kannski seinna,
efast þó um það.......

fyrir ykkur sem skiljið þá er ég svo óendanlega stolt móðir þessa dagana


En að öðru

Helga mín er "flutt" til Rvk og þar með fyrsta barnið flogið að heiman
hún stundar nám í Fjölbraut við Ármúla og í Söngskóla Reykjavíkur.
Hennar draumur er orðin að veruleika, syngja í Söngskólanum, vera í kór undir stjórn Garðars Cortes og lifa lífinu, ung og áhyggjulaus, laus við allskyns óyndi og óreglu

Júlía æfir fimleika með skólanum, fiðlan er á sínum stað, við ætlum til Keflavíkur á strengjasveitamót í október, og svo náttlega kirkjukórinn. En skólinn er númer 1 hjá Júlíu enda er hún með betri námsmönnum sem ég veit um. Þess á milli bakar hún skúffukökur og marengstertur, og græjar ís, allt með annarri hendinni virðist vera.

Yfirvaldið er sest á skólabekk, kannski á leiðinni í enn eina hljómsveitina, það er svo margt á döfinni hjá honum Bjössa mínum að ég verð hreinlega þreytt við að telja það allt upp.

Litlu krílin er komin í nýja leikskólann, Jötunheima, þar eru þau saman en þó á sitt hvorri deildinni, ægilega ánægð og á meðan rignir svona svakalega keyrir amman í leikskólann á morgnana þar sem ég þarf að vera mætt hálf átta í mína vinnu en leikskólinn opnar ekki fyrr en kortér í.

Hvað ég er að gera bíður næsta pistils ef einhver hefur áhuga:)

Að lokum var ég klukkuð af Tótu og hér kemur það....

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina :

-Þjónn ;-)

-Þjónn

-Þjónn

-Einhver búðarstörf þar sem ég skoppaði úr því að afgreiða hlýraboli og leggings í það að vigta legó í lausu og selja Pleymó í stríðum straum

Fjórar Kvikmyndir sem ég held upp á :

Gone with the wind

House of spirits

Mamma Mia:)

Sveitabrúðkaup

Fjórir Staðir sem ég hef búið á:

Villingaholtshreppur

Selfoss

Reykjavík

Eyrarbakki

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar :

Dagvaktin

Bold and the beautyful:)

House

Friends

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum :

Vestmannaeyjar:)

Kúba

Danmörk

Þórsmörk

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg :

Mentor:)

- mbl.is

Visir.is

vallaskoli.is

Fernt sem ég held uppá matarkyns :

Kakómalt

Bananasjeikinn sem Júlía græjar handa okkur í morgunmat

jólasmákökurnar sem mamma kenndi mér að baka

Svið með kartöflumús, sérstaklega þegar þau eru borðuð snemma á aðfangadag:)

Fjórar bækur sem ég les oft (Úff þessi er erfið, bara fjórar)

- Sjálfstætt fólk "Laxness"

- Allar bækur eftir Einar Kárason sem er mitt uppáhald

- Íslandsklukkan "Laxness"

- Allar barnabækurnar eftir Guðrúnu Helgadóttur

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna

- Heima með Yfirvaldinu undir sæng í myrkri

- Heima í Vatnsholti hjá mömmu og pabba og það væri þorláksmessa og þau ennþá búandi þar og ég bara 10 ára

- Með Katrínu og hinum krökkunum í DisneyWorld

- Hjá henni Heiðu minni í Danmörku, sitjandi á stéttinni hennar með ískaffi að horfa á hana bulla um eitthvað bull með sígó í annarri

Fjórar manneskjur sem ég vil klukka :

Heiða

Bjössi, já nú gerist það!

Denni Pjé

Júlía Megakokkur


Svo mörg voru þau orð.....