þriðjudagur, september 25, 2007

ég er landsbyggðarauli og er stolt af því!!

Nokkrar staðreyndir um daginn í dag!

1. Mamma mín á afmæli, til hamingju með það mamma mín

2. Og af því að mamma á afmæli í dag þá eigum við Bjössi brúðkaupsafmæli líka í dag! Já maður svona erum við nú dugleg að vera gift.

3. Sjónvarpsgagnrýnandi Fréttablaðsins sagði að Jóhann Pétur léki "svona týpískan landsbyggðaraula" í gamanþáttunum um Næturvaktina á Stöð 2. Kunna þessir blaðamenn ekki vinnuna sína segi ég nú bara.

4. Í dag, eftir vinnu, ætla ég beint upp á spítala og sækja hann pabba minn, sem er búinn að liggja á spítalanum síðan á föstudag, og keyra hann heim til mömmu þar sem hann á að vera.

5. Sönn ást er ekki til nema á efri árum þegar fólk er búin að vera saman í 50 ár og hugsar um hvort annað í erfiðum veikindum og miklu drama.

6. Ég skilaði inn tveimur verkefnum í morgun í skólanum þó svo að við litlu krílin höfum sofið yfir okkur.

7. Í dag er ég í svörtum gallabuxum, appelsínugulum og grænum kjól, svörtum háum stígvélum, svörtum glitrandi ermum og með perlufesti, armband og eyrnalokka. Kóróna þetta svo með hvítu leðurveski og cintamani dúnúlpu sem er náttlega stílbrot dagsins.

8. Þakka guði fyrir að ég er ekki ólétt, sá eina ólétta konu í gær þegar ég heimsótti pabba á spítalann, hún gat varla gengið fyrir verkjum og ég get ekki hætt að hugsa um hvernig nóttin hafi verið hjá henni.

9. Dreymdi furðulegan draum í morgun um að Bjössi hefði pakkað öllu dótinu sínu og flutt á Laugarvatn til að leigja herbergi með honum Guðmari sem býr þar. Var enn með ónot í maganum þegar ég vaknaði en leið strax betur þegar ég sá sokkana hans á gólfinu og trommukjuðana upp á fataskáp en þar eru þeir geymdir svo lítill trukkur lemji ekki mann og annan með þeim.

10. Ætla að elda eitthvað geeeðveikt af því að ég á brúðkaupsafmæli, eitthvað sem okkur Bjössa þykir bara gott, svona eins og hrossabjúgu. Eða slátur eða........

11. Ætla líka að labba til Ingu sys þar sem hún býr núna í næsta haga við mig, og fá mér eitthvað að drekka og smá svona systraspjall. Sem er alveg ómissandi á þriðjudagskvöldum eftir að hafa horft á frk Gilmore í teleinu.

12. Og síðast en ekki síst ætlum við krakkarnir að fá okkur tattoo svona í tilefni dagsins.



Birt án ábyrgðar

LL

föstudagur, september 14, 2007

Det var dejlig...

Jæja gott fólk, komin aftur frá Danmörku, enn að bíða eftir töskunni minni sem þýska kellingin tók á flugvellinum og í þessarri tösku var allt sem ég keypti sem var hellingur. En nóg um það, ferðin var æðisleg, Heiða hot og börnin frábær, bæði hennar sem og mín eigin. Og hvað gerði ég svo þessa fjóra daga á danskri grund, jú það var verslað og verslað svo meira, TÓNLEIKAR! Já maður fer ekki erlendis nema að kynna sér menningu og listir annarra þjóða! Og teknobandið Saybia stóð undir sérdeilis miklum væntingum. Síðan var tekin lest í Tivolið í Árhúsum og daginn eftir kíkti ég á sálufélaga minn, jamm konungur dýranna í Dýragarðinum í Odense lét sér fátt um finnast þótt ég tæki nokkrar myndir og mikið erum við nú lík. Hitt kynið var stúderað og komst ég að því að það er aðeins einn flottur karlmaður í öllu danaveldi og hann vinnur í Jack n´Jones búðinni í Odense. Allir að kíkja þangað og skoða hann. Þessi maður væri sniðinn fyrir þig Guðrún Birna! Ha! Drífðu þig í flugvél stelpa! Síðan var lagt af stað heim um miðnætti að dönskum tíma og um hálf ellefu morguninn eftir labbaði ég inn heima hjá mér. Og beint undir sæng. Skrýtið að ferðast svona í lest og allt um hánótt.
Annars er allt fínt, Bjössi er á fullu í lögregluskólanum, mikið krefjandi nám og reynir á huga og hönd. En hann gerir það fínt í þessu öllu enda með konung frumskógarins á bak við sig:) Síðan er hann að fara að spila með bandinu sem hann er í á árshátíð rannsóknarlögreglumanna sem haldin er í Stykkishólmi! Svo er dansinn byrjaður aftur og mikið var æðislegt að hitta allt liðið í dansskólanum, skrýtið hvernig sumt fólk smellur inní kollinn á manni.
Stelpurnar er komnar á fullt, Júlía er 4 sinnum í viku í tónlistarskólanum, fiðlutími, strengjasveitaræfingar, tónfræði............... svo eru það fimleikarnir og fimleikamót. Helga er komin í sönginn aftur og píanónámið og er að klára 10. bekk í vor. Katrín er komin á leiklistarnámskeið, School Art of Drama, æ hún er svo mikil dramadrottning. En eins og þið sjáið þá er brjálað að gera. En síðast þegar ég vissi þá var ég í vinnunni, best að fara að sinna því!
Ljón, síður en svo í leti