föstudagur, desember 19, 2008

Líður að helgum tíðum.....

Í dag eru litlu jólin í skólanum

Ég er að sjálfsögðu mætt með jólasveinahúfuna mína góðu og í sparidressinu börnunum til heiðurs.

Ég er búin að sjá það hér og eins þegar ég vann á Æskukoti að vinna með krökkunum á alveg fínt við mig, börnin eru svo einlæg og það er eitthvað svo auðvelt að vera bara maður sjálfur í kringum þau.

Og það er ótrúlegt hvað þau halda rónni þrátt fyrir svartsýnisraus hinna fullorðnu, það er helst að jólin séu að setja þau úr jafnvægi. Og á litlu jólunum í dag skarta þau sýnu fegursta, björt og brosandi..... eða hvað? Nei ekki alveg öll eru brosandi. Sum eru döpur á svipinn og virka hálf lítil í sér. Þegar ég mætti í morgun beið mín einn úr 3. bekk. Hann var spariklæddur og virkaði hálfráðvilltur en mjög feginn að sjá mig. “veistu hvað ég á að fara að gera?” spurði hann og ég sagði honum að hinkra aðeins, stofan hans yrði opnuð eftir smá stund. Hann tvísteig og það var einhver drungi yfir honum. “er ekki allt í lagi?” spyr ég, “júúú” svarar hann dræmt og horfði niður í gólfið. “Finnst þér ekki gaman á litlu jólunum?” spyr ég aftur, óvön að þurfa að draga upp úr honum orðin, hann sem alltaf er frekar hress. “Nei, mér finnst ekki gaman á jólunum” segir hann “mér finnst ekki gaman að syngja” Hann var alveg við það að fara að gráta og eitthvað sagði mér að bara litlu jólin i skólanum væru ekki svona íþyngjandi. Það eru alls ekki allir sem líta á jólin sem eitthvað gleðiefni og alltof mörg börn sem líður illa á hátíðisdögum. Og af hverju er það? Af hverju er fullorðið fólk að valda börnum sínum vanlíðan á jólum? Það er alveg óskiljanlegt.

Á hverjum einasta degi les maður um raðir hjá allskyns stofnunum, hjálpræðishernum, mæðrastyrksnefnd og Rauða krossinum.

Ég tek ofan fyrir þessu fólki sem stendur í sjálfboðavinnu við að gefa fólki mat og það sem til þarf til að hægt sé að halda jól. Svona er þetta í núinu...... þessi jól verða mörgum erfið og það bitnar mest á þeim sem síst skyldi.... börnunum.