þriðjudagur, júlí 25, 2006

welcome to my world of spiders.........

................ gæti ný bíómynd alveg heitið. Handritshöfundur er undirrituð og með aðalhlutverk fara Johnny Depp og Bjössi af því að þeir eru flottastir. Í aukahlutverkum eru Maggi Scheving og Jim Carey og svo kannski Goldie Hawn af því að hún er gömul sæt kona. Ekki væri svo verra ef það glitti í Kurt Russel þarna einhvers staðar líka. Nú, myndin fjallar sem sagt um hús þar sem heil fjölskylda er tekin gislingu af köngulóm sem spinna vefi sína utan um húsið svo að þaðan sleppur enginn. En viti menn, útbrunninn lögreglumaður sem leikinn er af Johnny himself tekst að slíta vef köngulónna og komast inn í húsið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þetta er sem sagt okkar saga, okkar sem búum í risinu í Smáratúni 20b. Fyrir utan alla glugga liggja þær í vefum sínum og spinna örlagaþráð og svo stór er hún sem svífur fyrir utan svaladyrnar að annað eins hefur ekki sést. Og ekki nóg með það, heldur leggja þær álög á handklæðin mín sem þorna á snúrunum úti í garði þannig að aðeins hugrökkustu hetjur hússins geta lagt í þvottinn sem hangir í brakandi þurrkinum.

En nóg um köngulærnar vinkonur mínar, í Beirút situr kona sem breiðir yfir son sinn og á þá ósk heitasta að fá að sofa í friði fyrir sprengjuregni og kúlnahríð þeirra ísraelsmanna sem með frekju og yfirgangi tröllríða Líbönskum veruleika. Þessi kona er áþekk sjálfri mér utan þess að hún er með bauga undir augunum og er búin að ákveða að vaka þessa nótt, aldrei að vita hver bankar uppá og hvað leynist í myrkrinu. Á svo hinum enda veraldar er svo ég, sem læt kalda vatnið renna stanslaust án þess að hafa áhyggjur að þyrstum þriðja heimi, sem hef þær áhyggjur einar að drengurinn minn vakni þrisvar en ekki tvisvar í nótt. Ég tek hann upp í til mín og breiði yfir hann og læt vellíðunartilfinninguna líða frá mér til hans og viti menn hann sofnar og snuddan dettur úr munninum og hann smjattar aðeins og brosir svo brosi hinna áhyggjulausa. Ég, hins vegar, get ekki varist þeirri hugsun að í Beirút er konan með soninn sinn og hún veit ekki hvort þau lifa af nóttina og heldur ekki hvað bíður hans ef hann lifir en ekki hún. Og vitið, okkur er sama. Við erum orðin leið á þessum endalausum stríðsfréttum, Afghanistan, Írak, Líbanon. Hvað næst? Við erum nokkuð viss um að Ísland er ekki í biðröðinni og þar með erum við ekki að pæla í þessu. Við erum löngu hætt að kippa okkur upp við þó 32 hafi látist í sprengjuárás í Írak, hvað þá að Ísraelsmenn séu komnir langt yfir takmörk sín og að vinur okkar Amerikaninn kvitti undir allt saman. Við viljum miklu frekar vita hver sé nýja Amerika next top model eða hvort Magni datt úr eða í, í nýjustu sniðuglegheitum ameríkanas. Þessar stríðsfréttir eru yesterdays news, miklu skemmtilegra að skipta bara um stöð og horfa á Friends og Fraiser og hvað þetta heitir allt saman. En þessi kona í Beirút situr í kollinum á mér og mér fannst það kaldhæðni hvað mikil áhersla var lögð á þá íslendinga sem voru í Beirut og sluppu þaðan burt. Hvað með þá sem sleppa ekki burt???????!
Ljón í tilvistarkreppu

mánudagur, júlí 17, 2006

just another manic monday.........

.............jamm svo er sagt. Eftir heila helgi í sumarbústað í Borgarfirðinum er ég komin aftur í rauða hornið og sest fyrir framan sjónvarpið. Helgin var jú fín, veðrið að vísu hálfleiðinlegt en það er svo sem ekkert verra að kúra í bústað í rigningu og roki, brúka spil og sætindi og lesa bókmenntir. En nú tekur alvaran við, óhreinn þvottur, skítug regnföt og ryksugan kallar á náin samskipti. Bíllinn minn er fullur af drasli þannig að rauði sófinn verður eitthvað að bíða. En í kvöld er sko lokaþáttur af Greys Anatomy þannig að það er eins gott að allt verði klappað og klárt fyrir þann tíma. Svona er heimur hinnar heimavinnandi húsmóður, sjónvarpsdagskráin nánast ræður tímaskipulagi húsverkanna og börnin fá að borða á milli Neighbours og Bold and the Beauty.........!

Ég hef verið löt að blogga, einkum vegna þess að síðan er eitthvað skrýtin og svo eru tæknimálin á heimilinu ekki alveg að gera sig. Síminn og Adsl mega ekki vera bæði í sambandi í einu þannig í þessum töluðu orðum er ég símasambandslaus. Og verð líklega af mjög ábótasömum viðskiptasamningi fyrir vikið. En það verður bara að hafa það. Það er ekki hlaupið að því að leysa tæknileg vandamál. Símvirkjar liggja ekki á lausu og ef talvan er eitthvað fötluð verður bara að hafa það.

Þegar ég fór að sofa í gær var svo margt sem mig langaði að blogga en nú er það allt týnt og ég man ekkert um hvað það allt snerist og svo eru Neighbours að byrja þannig að þið verðið að bíða betri tíma.

Adios!!!!!!!!!!!!!


Ljón

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Have you ever seen the rain............

Nú er sko komið að þeim tímamótum að Lilja litla ætlar að ákveða hvað hún vill verða þegar hún verður stór. Hrafnkell er orðinn sex mánaða og fæðingarorlofið almost over og þá er að taka sig saman í andlitinu og gera eitthvað. Ekki vil ég verða skúringarkelling alla ævi. Fjarnámið hjá VMA er rosa sniðugt. Maður þarf að taka próf uppá níu einingar þá fær maður skólagjöldin endurgreidd sem er mjög námshvetjandi og er fyrirkomulagið á náminu allt mjög aðgengilegt og sniðugt. Þannig að nú er bara að setja í gírinn. Og enda með doktorsgráðu í einhverju mjög uppbyggilegu rúmlega sextug og tilbúin í ellilífeyrinn. Nei nei ég segi bara svona.

En að öðru. það styttist i að hún Helga mín fari í fyrsta skipti til útlanda, hún fer til Englands 30. júlí og verður þar í þrjár vikur. Og er strax farin að hafa áhyggjur af því að veðrið verði ÖMURLEGT, eða að hún eignist ENGA vini. Þannig er nú dramatíkin á þessu heimili. Annars liggur hún inni í rúmi með hálsbólgu og hausverk og hlær sig máttlausa við að horfa á hina mjög svo amerísku FRIENDS. Við erum sko að safna þessum þáttum, keyptum fyrstu þrjár seríurnar í gær. Jamm sumir safna frímerkjum og aðrir servíettum en við söfnum vinum. Ekki amalegt að geta kúrt undir sæng og horft á það eðalefni. Ég hef verið að endurnýja kynni mín að Beverly Hills og Melrose Place, svona á milli fótboltans og verð ég að segja það að þessir þættir hafa elst afskaplega illa. En svona til að forðast allan miskilning þá erum við mæðgur að fara að taka okkur á í heilsuræktinni, hoppa og skoppa í pallapúli og spinning, bara svona svo samviskan sé sem hreinust þegar FRIENDS djamma í TVinu. En ég verð að segja að hlátrasköllin í litla herberginu eru smitandi.

sunnudagur, júlí 02, 2006

Sunnudagur er ekki alltaf til sigurs

jæja, gott fólk, nú er komið að bloggi. Loksins. Við höfðum það af að skila af okkur þessu blessaða húsi á föstudaginn. Þá er það frá og nú er ég að spá í að kaupa mér skika upp i Villingaholtshreppi og byggja mér óðal. Þangað flykkist unga fólkið sem ólst þar upp og þá hlýt ég að geta farið þangað líka. Annars er lítið að frétta. Sumarið er búið að vera blautt á Selfossi það sem af er og er ekkert á leiðinni með að breytast. Ég datt í það í gær að lesa bókmenntir en það hef ég getað fest mig við lengi. En aldrei slíku vant var engin bók á náttborðinu í þetta skiptið og það er mjög sjaldgæft þegar ég á í hlut. En viti menn jú ein var bókin og kvöldinu í gær var eytt í að lesa Bláu Könnuna. En það er sem sagt bók sem er sú fyrsta í bókaflokknum "Skemmtilegu smábarnabækurnar". Bláa Kannan er hádramatísk skáldsaga sem fjallar um Bláa Könnu sem húkir á sama stað upp í hillu og dreymir um það að komast af stað og kanna heiminn. Á vegi hennar verða svo alls kyns litríkir karakterar og sumir hverjir kannski með misjafnt mjöl í pokahorninu. Að lokum hittir hún kattarómynd eina og nú ætla ég ekki að segja meir til að skemma ekki fyrir þeim er vilja lesa þetta skáldverk sem ég reyndar mæli eindregið með.
Á laugardaginn átti Banki allra landsmanna afmæli og af því tilefni fórum við familian og fengum okkur pylsu og köku á kostnað bankans. Helga kom fram með leikhópnum sínum og stóðu þau sig með prýði. Veðrið lék við okkur og var þetta hin ágætasta skemmtun, öðru máli mátti segja um HM í fótbolta en mínir menn frá Brasilíu kvöddu þessa keppni og er það hið versta mál. En