miðvikudagur, desember 27, 2006

með dallinn á milli og lokið undir öxlinni!


Já frekar furðulegur titill verð ég að segja en við Júlía sofnuðum í dag með mackintoshið á milli okkar og þegar ég vaknaði var lokið að skerast inní öxlina. Desember er búinn að vera frekar annasamur og fríið hans Bjössa snerist uppí geðveika vinnutörn sem endaði með hálsbólgu yfir hátíðina. Annars er ég nokkuð hress, hlakka til að byrja í dansinum aftur. En þarf hins vegar að fara að leita mér að helgarvinnu. Nenni varla þessu veitingabrölti enn aftur. Það er hins vegar það eina sem ég kann, þannig að.......... Þessi jól hafa sem af er verið bara nokkuð fín, fyrir utan snjóleysið. Ég sem var búin að redda mér keðjum undir drekann og tó í skottið. Ég ætla ekki að upplýsa hvað bóndinn gaf mér í jólagjöf, það er bannað innan 18! Drengurinn minn heldur áfram að garga á kvöldin og á næturnar og nú í þessum töluðu orðum stendur hann í rúminu og mænir á mig. Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera við hann.

Verð að láta þetta duga í bili, vona að Helga mín verði ekki alveg brjáluð yfir myndbirtingunni en ég fann þessa mynd af henni ´a netinu. Er hún ekki mikil dúlla þessi elska???

Jóla-kötturinn

sunnudagur, desember 03, 2006

it beginning to look a lot like christmas....

Jæja, þá er nú búið að troða sig út í Skíðaskálanum, mikill matur og enn meiri matur og verð ég að segja að þetta var flottasta jólahlaðborð sem ég hef farið á og hef ég farið á þau mörg! Mér tókst reyndar að móðga yfirþjóninn en vonandi verður hann búinn að fyrirgefa mér að ári. Við tengdamóðir mín ákváðum það nefnilega að fyrsta helgin í desember verður hér eftir jólahlaðborðshelgi familiunar! Jahá. En húsbandið stóð sig líka vel og við Bjössi minn náðum að sýna nokkra takta á dansgólfinu. Jóhanna komst á séns, ég segi nú ekki meira um það, hún verður að svara fyrir sig sjálf. En athygli vakti að henni ástkæru tengdamóður minni tókst að borða syni sína undir borðið og verður það nú að teljast afrek hreinlega, hún var enn að borða þegar hlaðborðið var tekið niður og naut sín afar vel. Ég var nú svo ljónheppin að hitta gamlan séns en varð hins vegar afskaplega undrandi að sjá þennan mann verða sér til skammar á öllum sviðum og skil ekkert í sjálfri mér að hafa einhvern tímann litið þennan mann hýru auga.(eg var nú reyndar enn í gaggó þá þannig að þroskinn hefur kannski ekki verið mikill). En svona var jólahlaðborðið 2006, þið ættuð endilega að spyrja Björninn útí manninn sem söng við pianóið. Uppfrá honum spunnust umræður um Bjössa þegar hann drakk og mig minnti endilega að hann Haraldur Ísafjarðardreki hafi einhvern tímann sagt að hann Björn hafi nú ekki verið ýkja skemmtilegur undir áhrifum en það vildi Bjössi ekki samþykkja. Hann Halli myndi aldrei segja að hann hafi verið leiðinlegur undir áhrifum. Halli minn, þú kannski leysir úr þessu ágreiningsefni okkar hjóna.

Nóg í bili ef mér tekst að birta þetta

Ljón í danstjúttfíling.