Gleðilegt ár elskurnar og takk fyrir gamla bullið! Hafið það gott í storminum og passiði ykkur á sprengjunum....................
mánudagur, desember 31, 2007
fimmtudagur, desember 27, 2007
dash af jólum
Jæja elskurnar og gleðileg jól. það hefur ekki verið mikill tími til bloggskrifa þar sem ákveðið var af okkur hjónum að jólin skyldu sett upp korter fyrir jól. Bjössi kláraði prófin í skólanum og fékk meðaleinkunn uppá 8. Sko minn mann, ég er ægilega stolt af honum þar sem aðstæður til próflesturs voru ekki sem bestar. nóttina fyrir aðalprófið og það erfiðasta fékk Katrín heiftarlega barkabólgu og Bjössi sat yfir henni alla nóttina og megnið af nóttinni sátu þau úti á palli þar sem kalda loftið var það eina sem sló á hóstann. við ætluðum svo að mála og klára ýmis jólamál þegar hann færi í frí 20. des. en þá veiktist hann og hrafnkell og báðir lögðust nánast í rúmið. þannig að síðustu dagar fyrir jól urðu hálf skrýtnir. laugardaginn fyrir jól var svo litli drengurinn orðinn halfrænulaus af veikindum og ég að vinna allan daginn í búðinni þannig að þeir feðgar fóru á stefnumót við barnalækninn og komu út með svaka pensilinskammt, drengurinn kominn með vott af lungnabólgu og sennilega einhverjum vírus. Nú á þorlaksmessu vaknaði ég svo með 39 stiga hita, augun fljótandi og þvílíkt nefrennsli og upp á læknavakt til að redda læknisvottorði. bjössi fór með og í ljós kom að hann þurfti allskyns töflur og ég var með sýkingu. Við fórum heim, gerðum það sem við nenntum að gera og það varð bara ansi fínt hjá okkur miðað við aðstæður en drengurinn hélt áfram að veikjast, svaf allan daginn og allan aðfangadaginn líka með svimandi háan hita, 6. hitadagurinn og hann var að þorna upp, vildi ekki drekka og vildi ekkert borða, pissaði ekkert í hálfan annan sólarhring. Ég var vægast sagt að missa það úr áhyggjum, sjálf hundlasin með hausverk og hita í beinu sambandi við barnalækninn, hana Eygló sem sagði að lungnabólguna hefðu meðulin eflaust læknað en að hann væri líka með vírus sem ekkert væri hægt að gera við, RS vírusinn alræmda. Svo jóladagur leið, ég var skárri og bjössi lika en drengurinn svaf, orðinn sljór til augnanna og sjóðandi heitur, hitastílarnir hættir að virka pensilínið kom jafnharðan upp úr honum og hann orðinn horaður, þessi bústni strákur var á fáum dögum orðinn skuggi af sjálfum sér. en bíðum við, að kvöldi jóladags rankar hann við sér og heimtar morgunmat og eitthvað smá að drekka, og kvöldið leið og hann á stjákli um stofuna, þreyttur og máttlaus en hressari þó. og í gær var hann hitalaus og sjálfum sér líkur, mátulega óþægur og hrikalega sætur. Svona liðu okkar jóladagar, botnlaus rólegheit í skugga rs víruss, en það var mikið borðað og pakkar opnaðir sem komu skemmtilega á óvart þó sumir hafi líka verið þægilega fyrirséðir. sumum hefðum má bara ekki breyta. Flottastur var þó jóladagsmorgun, snjóhvítur með éljagangi og tilheyrandi ófærð og byl og enn er þykkur snjorinn yfir öllu. Þannig að þetta hafðist allt á endanum. Bjössi byrjar að vinna í löggunni í Rvk í byrjun janúar þar til að hann færist yfir á selfoss í sumar. en ég held þetta se orðið gott í bili, katrín prinsessa kallar á athygli.........
Gleðileg jól og hafiði það gott um áramótin
Gleðileg jól og hafiði það gott um áramótin