páskar og frí, hopp og hí
ég ætlaði að segja svo mikið og mér er reyndar svo mikið niðri fyrir að ég veit ekki hvernig ég á að byrja.
Við erum að innrétta íbúðina, Sandra flytur inn 1. júní, ef allt gengur samkvæmt áætlun.
Búðin mín var sett á hausinn í orðsins fyllstu merkingu og það munaði millimeter að ég opnaði sjálf búð. En ég guggnaði á síðustu stundu og á örugglega eftir að sveiflast á milli feginleika og mikillar eftirsjár þegar fram líða stundir.
Ég hinsvegar labbaði yfir ganginn, eftir að hafa tæmt verslunarplássið, og réði mig í vinnu í næstu búð á móti, Leikbæ! Jamm, úr hlýrabolum og leggings og nikkelfríum lokkum yfir í Pleymóið:) Það er ferlega gaman að afgreiða börn og ég fattaði það að þó ég væri búin að þjónusta fólk á annan áratug þá hef ég aldrei afgreitt börn. Það er nefnilega þannig á veitingastöðum að börn eru ávallt og án undantekninga í fylgd með fullorðnum og fá ekki að taka sjálfstæða ákvörðum um hvað sé pantað í matinn. En í Leikbæ eru þau á heimavelli og ég er búin að læra fullt þessa þrjá daga sem ég er búin að vinna. Ég sem hélt ég kynni þetta allt.
Dísa gamla dó. Á 95. aldursári. Og það var undarlega mikið sjokk. Dísa var systir hans Einars afa í Vatnsholti. Nú er aðeins eitt eftir af systkinum afa á lífi. Ég lenti í heilmiklum tilvistarhremmingum útaf þessu og var mjög angurvær og döpur um tíma. Dísa átti Smáratúns íbúðina sem við Bjössi bjuggum fyrir Heimahagann. Hún átti líka hvíta skápinn sem trjónir í eldhúsinum mínu núna en dóttir hennar Dísu gaf mér hann. Hann er sem sé frá langömmu. Jarðarförin var frekar fámenn en falleg og kannski ekki að undra fámennið. Hún lifði svo marga, allir hennar vinir voru farnir á undan henni. Ég get ekki varist þeirri hugsun að sysktkini foreldra minna koma til með að tína tölunni þó ekki á næstunni vona ég en þetta er bara svo skrýtin hugsun. Heiða frænka t.d. fer að nálgast áttrætt! Og ég get hreinlega ekki hugsað mér lífið án hennar.
Ísland er að verða gjaldþrota. Nenni ekki að tala um það og þá tilhugsun að vera nýbúin að taka lán til að kaupa hús. Eflaust förum við á hausinn líka.
Ég ætla að enda þetta á gullkornum frænknanna Katrínar og Hönnu Grétu, litlu systur hans Bjössa.
Hanna Gréta kom til mín:
H.G. "Hvernig fórstu að því að fæða öll þessi börn?"
Ég: "ja........."
H.G. grípur fram í " já fæddirðu kannski bara tvö í einu.............."
Hanna Gréta og Katrín voru að leika leikrit. Katrín var dóttirin og H.G. mamman.
Katrín: "Gerðu það mamma, má ég fara út í dimma skóginn?"
H.G.:"Nei, það er alltof hættulegt, þú mátt það ekki, þú ert svo lítil"
Katrín: " já en ég er orðin að stúlku mamma......."
Svo mörg voru þau orð
Við erum að innrétta íbúðina, Sandra flytur inn 1. júní, ef allt gengur samkvæmt áætlun.
Búðin mín var sett á hausinn í orðsins fyllstu merkingu og það munaði millimeter að ég opnaði sjálf búð. En ég guggnaði á síðustu stundu og á örugglega eftir að sveiflast á milli feginleika og mikillar eftirsjár þegar fram líða stundir.
Ég hinsvegar labbaði yfir ganginn, eftir að hafa tæmt verslunarplássið, og réði mig í vinnu í næstu búð á móti, Leikbæ! Jamm, úr hlýrabolum og leggings og nikkelfríum lokkum yfir í Pleymóið:) Það er ferlega gaman að afgreiða börn og ég fattaði það að þó ég væri búin að þjónusta fólk á annan áratug þá hef ég aldrei afgreitt börn. Það er nefnilega þannig á veitingastöðum að börn eru ávallt og án undantekninga í fylgd með fullorðnum og fá ekki að taka sjálfstæða ákvörðum um hvað sé pantað í matinn. En í Leikbæ eru þau á heimavelli og ég er búin að læra fullt þessa þrjá daga sem ég er búin að vinna. Ég sem hélt ég kynni þetta allt.
Dísa gamla dó. Á 95. aldursári. Og það var undarlega mikið sjokk. Dísa var systir hans Einars afa í Vatnsholti. Nú er aðeins eitt eftir af systkinum afa á lífi. Ég lenti í heilmiklum tilvistarhremmingum útaf þessu og var mjög angurvær og döpur um tíma. Dísa átti Smáratúns íbúðina sem við Bjössi bjuggum fyrir Heimahagann. Hún átti líka hvíta skápinn sem trjónir í eldhúsinum mínu núna en dóttir hennar Dísu gaf mér hann. Hann er sem sé frá langömmu. Jarðarförin var frekar fámenn en falleg og kannski ekki að undra fámennið. Hún lifði svo marga, allir hennar vinir voru farnir á undan henni. Ég get ekki varist þeirri hugsun að sysktkini foreldra minna koma til með að tína tölunni þó ekki á næstunni vona ég en þetta er bara svo skrýtin hugsun. Heiða frænka t.d. fer að nálgast áttrætt! Og ég get hreinlega ekki hugsað mér lífið án hennar.
Ísland er að verða gjaldþrota. Nenni ekki að tala um það og þá tilhugsun að vera nýbúin að taka lán til að kaupa hús. Eflaust förum við á hausinn líka.
Ég ætla að enda þetta á gullkornum frænknanna Katrínar og Hönnu Grétu, litlu systur hans Bjössa.
Hanna Gréta kom til mín:
H.G. "Hvernig fórstu að því að fæða öll þessi börn?"
Ég: "ja........."
H.G. grípur fram í " já fæddirðu kannski bara tvö í einu.............."
Hanna Gréta og Katrín voru að leika leikrit. Katrín var dóttirin og H.G. mamman.
Katrín: "Gerðu það mamma, má ég fara út í dimma skóginn?"
H.G.:"Nei, það er alltof hættulegt, þú mátt það ekki, þú ert svo lítil"
Katrín: " já en ég er orðin að stúlku mamma......."
Svo mörg voru þau orð