miðvikudagur, maí 13, 2009

jæja

þar sem að þeir fáu sem lásu er eflaust farnir veg sinna veraldar er best að henda hérna inn smá færslu.

Ég er enn að vinna í skólanum en það fer nú að sjá fyrir endann á því, þá tekur við að standa vaktina á Rauða Húsinu á Eyrarbakka, þeim mæta restaurant.
ég er reyndar byrjuð og líkar vel að vera komin "heim" eins og þjónastarfið er mér eiginlega,
það eina sem ég kann,
kannski líka það eina sem ég geri vel :)

Helga mín enn búsett í borg óttans og ekki á leið heim.

Yfirvaldið krúsar um á volvo í eigu ríkisins og fer hamförum í eltingaleik við fólk í annarlegu ástandi.

Hinir fjölskyldumeðlimir taka daginn eins og hann kemur fyrir.

Sumarið leggst þokkalega í mig.......