ég er landsbyggðarauli og er stolt af því!!
Nokkrar staðreyndir um daginn í dag!
1. Mamma mín á afmæli, til hamingju með það mamma mín
2. Og af því að mamma á afmæli í dag þá eigum við Bjössi brúðkaupsafmæli líka í dag! Já maður svona erum við nú dugleg að vera gift.
3. Sjónvarpsgagnrýnandi Fréttablaðsins sagði að Jóhann Pétur léki "svona týpískan landsbyggðaraula" í gamanþáttunum um Næturvaktina á Stöð 2. Kunna þessir blaðamenn ekki vinnuna sína segi ég nú bara.
4. Í dag, eftir vinnu, ætla ég beint upp á spítala og sækja hann pabba minn, sem er búinn að liggja á spítalanum síðan á föstudag, og keyra hann heim til mömmu þar sem hann á að vera.
5. Sönn ást er ekki til nema á efri árum þegar fólk er búin að vera saman í 50 ár og hugsar um hvort annað í erfiðum veikindum og miklu drama.
6. Ég skilaði inn tveimur verkefnum í morgun í skólanum þó svo að við litlu krílin höfum sofið yfir okkur.
7. Í dag er ég í svörtum gallabuxum, appelsínugulum og grænum kjól, svörtum háum stígvélum, svörtum glitrandi ermum og með perlufesti, armband og eyrnalokka. Kóróna þetta svo með hvítu leðurveski og cintamani dúnúlpu sem er náttlega stílbrot dagsins.
8. Þakka guði fyrir að ég er ekki ólétt, sá eina ólétta konu í gær þegar ég heimsótti pabba á spítalann, hún gat varla gengið fyrir verkjum og ég get ekki hætt að hugsa um hvernig nóttin hafi verið hjá henni.
9. Dreymdi furðulegan draum í morgun um að Bjössi hefði pakkað öllu dótinu sínu og flutt á Laugarvatn til að leigja herbergi með honum Guðmari sem býr þar. Var enn með ónot í maganum þegar ég vaknaði en leið strax betur þegar ég sá sokkana hans á gólfinu og trommukjuðana upp á fataskáp en þar eru þeir geymdir svo lítill trukkur lemji ekki mann og annan með þeim.
10. Ætla að elda eitthvað geeeðveikt af því að ég á brúðkaupsafmæli, eitthvað sem okkur Bjössa þykir bara gott, svona eins og hrossabjúgu. Eða slátur eða........
11. Ætla líka að labba til Ingu sys þar sem hún býr núna í næsta haga við mig, og fá mér eitthvað að drekka og smá svona systraspjall. Sem er alveg ómissandi á þriðjudagskvöldum eftir að hafa horft á frk Gilmore í teleinu.
12. Og síðast en ekki síst ætlum við krakkarnir að fá okkur tattoo svona í tilefni dagsins.
Birt án ábyrgðar
LL
1. Mamma mín á afmæli, til hamingju með það mamma mín
2. Og af því að mamma á afmæli í dag þá eigum við Bjössi brúðkaupsafmæli líka í dag! Já maður svona erum við nú dugleg að vera gift.
3. Sjónvarpsgagnrýnandi Fréttablaðsins sagði að Jóhann Pétur léki "svona týpískan landsbyggðaraula" í gamanþáttunum um Næturvaktina á Stöð 2. Kunna þessir blaðamenn ekki vinnuna sína segi ég nú bara.
4. Í dag, eftir vinnu, ætla ég beint upp á spítala og sækja hann pabba minn, sem er búinn að liggja á spítalanum síðan á föstudag, og keyra hann heim til mömmu þar sem hann á að vera.
5. Sönn ást er ekki til nema á efri árum þegar fólk er búin að vera saman í 50 ár og hugsar um hvort annað í erfiðum veikindum og miklu drama.
6. Ég skilaði inn tveimur verkefnum í morgun í skólanum þó svo að við litlu krílin höfum sofið yfir okkur.
7. Í dag er ég í svörtum gallabuxum, appelsínugulum og grænum kjól, svörtum háum stígvélum, svörtum glitrandi ermum og með perlufesti, armband og eyrnalokka. Kóróna þetta svo með hvítu leðurveski og cintamani dúnúlpu sem er náttlega stílbrot dagsins.
8. Þakka guði fyrir að ég er ekki ólétt, sá eina ólétta konu í gær þegar ég heimsótti pabba á spítalann, hún gat varla gengið fyrir verkjum og ég get ekki hætt að hugsa um hvernig nóttin hafi verið hjá henni.
9. Dreymdi furðulegan draum í morgun um að Bjössi hefði pakkað öllu dótinu sínu og flutt á Laugarvatn til að leigja herbergi með honum Guðmari sem býr þar. Var enn með ónot í maganum þegar ég vaknaði en leið strax betur þegar ég sá sokkana hans á gólfinu og trommukjuðana upp á fataskáp en þar eru þeir geymdir svo lítill trukkur lemji ekki mann og annan með þeim.
10. Ætla að elda eitthvað geeeðveikt af því að ég á brúðkaupsafmæli, eitthvað sem okkur Bjössa þykir bara gott, svona eins og hrossabjúgu. Eða slátur eða........
11. Ætla líka að labba til Ingu sys þar sem hún býr núna í næsta haga við mig, og fá mér eitthvað að drekka og smá svona systraspjall. Sem er alveg ómissandi á þriðjudagskvöldum eftir að hafa horft á frk Gilmore í teleinu.
12. Og síðast en ekki síst ætlum við krakkarnir að fá okkur tattoo svona í tilefni dagsins.
Birt án ábyrgðar
LL