þriðjudagur, október 31, 2006

Úff..............!

Drengurinn minn grætur og grætur og grætur. Þetta er áttunda kvöldið sem hann á að sofna sjálfur en hann er ekki að gefa sig. Hann vill fá að vera á brjósti, hann vill sofa uppí hjá mér og hann vill alls ekki vera einn inn í herbergi. Og hvorugt okkar vill gefa sig. Pabbi hans ætlaði að byrja að vinna kl. 5 í fyrramálið en hann gafst upp og ákvað að fara strax og vinna í nótt. Núna er drengurinn búinn að gráta í einn og hálfan tíma. Hann grét í þrjá tíma síðustu nótt og ég er hreinlega alveg við það að gefast upp. Að hlusta á barnið sitt gráta svona stanslaust ógnar geðheilsu minni en það eina sem aftrar mér frá því að þjóta inní herbergi og taka barnið til mín er að ég er ekki tilbúin til að leggja þetta á hann aftur. Þannig að ég sit hér við skjáinn og skrifa raunar mínar og hans milli þess sem ég fer til hans, set upp í hann snuðið, strýk honum soldið og tárast með. Síðan fer ég aftur fram og tek þrjú skref og þá er hann byrjaður aftur að gráta. Skinnið mitt litla, mikið á hann lagt og það var ég sem vandi hann á að lúlla á milli og það var ég sem stakk honum á brjóst í tíma og ótíma allar nætur og nú er það ég sem tek þetta allt af honum. Til hvers spyr ég nú bara? Ég er greinilega ekki að vinna foreldraverðlaunin í ár. Þó get ég huggað mig við það að Katrín mín horfir svo oft á mig og segir "mamma? Ertu góð"
Ljón með tárin í augunum

miðvikudagur, október 25, 2006

Læt á það reyna

Þessi bloggsíða reynir aldeilis á þolrifin sem og reyndar tölvuskrattinn. Stafurinn A datt úr lyklaborðinu þannig að ég er hrikalega lengi að skrifa. Hjalti stakk upp á því að líma hann með tonnataki en ekki er ég nú bjartsýn á það. Það hefði komið sér betur ef Z hefði dottið af en svona er þetta bara. Fór í óperuna síðasta föstudag ásamt systur minni, móður og dóttur. Brottnámið úr kvennabúrinu er alveg hreint frábær sýning og ekki spillti að hann Bjarni Thor frændi okkar var alveg óborganlegt illmenni og var frábær í sínu hlutverki. Annars er ekkert að frétta, er að plana kjötsúpupartý á laugardagskvöldið, með spilirýi og tjútti fram eftir nóttu.

Er orðin handlama af A leysi

Betra stutt en ekkert

Ljón í kuldahrolli

mánudagur, október 16, 2006

The answer is NO,.......

..........but please keep trying. Þetta stendur á lyklakippunni minni sem Brynja gaf mér þegar ég varð 17. Bíllykillinn minn hangir enn á þessarri kippu. Henni Brynju fannst þessi setning lýsa mér eitthvað svo vel. Ekki veit ég nú um það en ég á kannski ekki auðvelt með að skipta um skoðun eða viðurkenna ósigur eða vanmátt. Og það er eitt enn, ég hreinlega höndla ekki gagnrýni. Manninum mínum varð það á að tala um einn ákveðin hlut sem hann segir mig gera (takið eftir, ég neita að viðurkenna að ég geri þennan hlut) og fer alveg óstjórnlega í taugarnar á honum. Nú er samband okkar Bjössa, að því er ég segi sjálf, mjög opið og hreinskiptið. Við tölum um málin og hlustum á hvort annað. Allavega hef ég talað alveg helling og Björn hlustað alveg helling, hann hefur viðurkennt vanmátt gangvart allskonar vitleysu sem ég hef borið á borð, lofað bót og betrun þegar ég tuða og þvarga gagnvart óhreinum sokkum á stofugólfinu og rakdótinu hans á vaskinum. Þetta kemur ykkur sem mig hafið heimsótt kannski spánskt fyrir sjónir þar sem ég er nú ekki annáluð fyrir myndarleika í húsmóðurshlutverkinu en það er náttúrulega ALLIR HINIR á heimilinu sem drasla til. En í gær þegar Bjössi minn ympraði á þessum ávana sem hann TELUR mig hafa varð ég yfir mig móðguð og fúl og upp í hugann komu allskyns hlutir sem mér fannst nú að hann gæti lagað ha! Ætlaði sko að snúa vörn í sókn og hafa betur, fátt er mér mikilvægara en að hafa betur í allskyns baráttum. En mín beit á jaxlinn, tók þessari ábendingu með þögn og ljúfu brosi. Elsku Bjössi minn, ekki málið að laga þetta. Vegna þess að það er hryllingur einn að búa með konu sem tekur ekki tilsögn. Hvort sem það varðar heimilið eða Kasínu.
Verkefni vikunnar hjá mér er semsagt sjálfskoðun, þar sem sjálfsgagnrýni verður bætt við orðaforðann.
Þetta var smá innlit í hjónapælingar Ljónssins
Óska Júlíu til hamingju með frábæra strengjasveitartónleika
Ljón með bresti og galla og ætlar að losna við þá alla!

P.S. Og varðandi Kasínuna, þá er ég hér með búin að gefast upp á því spili sem mér er hreint ómögulegt að vinna manninn í. Ég uppgötvaði það að ég er ekki góð í því að tapa ALLTAF, hætti við þetta manndrápsspil og keypti mér saumadót! (Sem ég er ,bytheway, ekki enn byrjuð á!)

föstudagur, október 13, 2006

GET OUT OF MY SIGHT!

ÉG ER ALVEG HREINT Í BRJÁLUÐU SKAPI.
ÉG ÞOLI EKKI FÓLK SEM GETUR EKKI SAGT HVAÐ ÞAÐ MEINAR
FÓLK SEM ER MEÐ EINHVERJAR DULDAR MEININGAR SEM ENGINN SKILUR
ÉG ÞOLI EKKI NEFTÓBAK
ÉG ÞOLI EKKI MENN SEM NOTA NEFTÓBAK (GÆTI REYNDAR ÞURFT AÐ BREYTA ÞEIRRI AFSTÖÐU)
ÞOLI EKKI ÞEGAR BÖRNUNUM MÍNUM LÍÐUR ILLA, ERU MEÐ HITA OG ÚTBROT
ÞOLI ENNÞÁ SÍÐUR VÖÐVAVERKINA SEM KOMA DAGINN EFTIR FYRSTA LÍKAMSRÆKTARTÍMANN
ÞOLI EKKI AÐ BÍLLINN MINN SKULI ALLTAF EINHVERS STAÐAR VERA MEÐ SPRUNGIÐ LJÓS
ÞOLI EKKI ÞEGAR SÍMINN HRINGIR OG ÉG SIT Á KLÓSETTINU
ÞOLI EKKI VEÐURFRÉTTAKELLINGUNA Á STÖÐ 2 SEM VEIT ALDREI HVAÐ HÚN ER AÐ TALA UM
ÞOLI EKKI AÐ ÞURFA AÐ VINNA Á MÁNUDÖGUM (HEF REYNDAR GERT LÍTÍÐ AF ÞVÍ SÍÐUSTU ÁR)
ÞOLI EKKI SLEFANDI HUNDA
OG HUNDAEIGENDUR SEM HIRÐA EKKI UPP SKÍTINN EFTIR HUNDANA SÍNA

ÉG ER FARIN

LJÓN Í HAM

þriðjudagur, október 10, 2006

einu sinni cha cha cha, tvisvar sinnum cha cha cha....

......jamm við Björn erum að verða alveg hrikalega góð í dansinum. Stefnum á íslandsmeistaramótið í samkvæmisdönsum eftir áramót. Nei segi bara svona, maður verður víst að hafa egóið í lagi. Annars eru tíðindi dagsins þau að sonur minn stóð upp í rúminu sínu í kvöld. Móðir hans var reyndar eina vitnið og verðið þið bara að taka hana trúanlega. Hann var svo stoltur og byrjaði að dansa og hossa sér upp og niður og skellti hökunni náttúrulega á rúmbríkina og fór því að gráta. Þar með var það búið í bili en stóráfanga náð, miklu stærri en Hálslón og skiljum við ekkert í því að Ómar Ragnarsson skyldi ekki vera á vaktinni í svefnherberginu.
Ég er varla búinn að jafna mig á viðburðum helgarinnar. Ingi Þór varð fertugur í vikunni sem leið og kíktum við í afmælið hans á föstudaginn og verð ég að segja að annað eins afmæli hef ég aldrei verið í. Maturinn, maður minn! Humarrísottó, maríneraður saltfiskur, safaríkur kjúklingur á teini og ég veit ekki hvað og hvað. Og afmælisgjöf kvöldsins og aldarinnar jafnvel, var uppblásin belja sem baular þegar hún er kynferðislega áreitt. Henni fylgdi svo sleipiefni og handklæði til að þurrka svitann. Var þessi gjöf vandlega valin af undirritaðri og svo henni Söndru og þeystum við í Smárann til að kíkja í þessa líka fínu erótísku búð sem ég mæli svo sannarlega með. Þjónustan var alveg afbragð og vantaði bara að maður fengi að prófa herlegheitin svo maður gæti tekið ákvörðun. Ég hitti Inga kvöldið eftir á næsta djammi og sagði hann konuna sína, hana Döllu, alveg í skýjunum yfir þessari gjöf og gerði þar gæfumunin sleipiefnið góða. Sem sagt, jólagjöfin í ár til okkar Bjössa. Nú nú kvöldið eftir var svo herjað í Rauða húsið aftur en ég hörfaði frá sökum drykkjuláta gestanna sem ég vil meina að hafi verið með versta móti. Tónlistin aftur á móti alveg hreint unaður á að heyra og alltof góð fyrir þennan drykkuskríl sem á heyrði. Íslendingar kunna bara ekki að skemmta sér.
Næsta helgi spannar svo heilt strengjasveitarmót í Þorlákshöfn sem og afmælið hennar Lólóar sem verður tuttugu og fimm. Þetta er eintómt fjör. Pabbi minn á svo afmæli á morgun og Helgi á sunnudaginn en hann kemur einmitt í land á laugardaginn þannig að partýdressið hefur nóg að gera hjá frúnni. Til hamingju öll með þessi afmæli!
Nú er hún Katrín mín orðin lasin og Helga líka, læt þetta gott í bili
Mambó Ljón í tjúttfílíng