Úff..............!
Drengurinn minn grætur og grætur og grætur. Þetta er áttunda kvöldið sem hann á að sofna sjálfur en hann er ekki að gefa sig. Hann vill fá að vera á brjósti, hann vill sofa uppí hjá mér og hann vill alls ekki vera einn inn í herbergi. Og hvorugt okkar vill gefa sig. Pabbi hans ætlaði að byrja að vinna kl. 5 í fyrramálið en hann gafst upp og ákvað að fara strax og vinna í nótt. Núna er drengurinn búinn að gráta í einn og hálfan tíma. Hann grét í þrjá tíma síðustu nótt og ég er hreinlega alveg við það að gefast upp. Að hlusta á barnið sitt gráta svona stanslaust ógnar geðheilsu minni en það eina sem aftrar mér frá því að þjóta inní herbergi og taka barnið til mín er að ég er ekki tilbúin til að leggja þetta á hann aftur. Þannig að ég sit hér við skjáinn og skrifa raunar mínar og hans milli þess sem ég fer til hans, set upp í hann snuðið, strýk honum soldið og tárast með. Síðan fer ég aftur fram og tek þrjú skref og þá er hann byrjaður aftur að gráta. Skinnið mitt litla, mikið á hann lagt og það var ég sem vandi hann á að lúlla á milli og það var ég sem stakk honum á brjóst í tíma og ótíma allar nætur og nú er það ég sem tek þetta allt af honum. Til hvers spyr ég nú bara? Ég er greinilega ekki að vinna foreldraverðlaunin í ár. Þó get ég huggað mig við það að Katrín mín horfir svo oft á mig og segir "mamma? Ertu góð"
Ljón með tárin í augunum