Jebbs
Það er sem sagt verið að breyta blogger.com og ég downlodaði einhverri nýrri útgáfu af þessum annars sjálfstæða blogger. Það gerði það að verkum að ég gat og hef ekkert getað birt af mínum færslum og brá á það ráð að ryðjast inná Kóngsins blogg. Annars er ekkert að frétta, Júlia vann til gullverðlauna með hópnum sínum á fimleikamóti í gær. Svo spilaði hún á opnu húsi í Tónlistarskólanum. Tekið var hús á Mr. Bond og það er sko Bond í lagi! Mæli með þeirri mynd alveg hreint. Í dag var mætt til Svölu Hjaltakonu, hnoðað, skorið út og steikt laufabrauð. Ekkert smá skemmtilegt. Síðan á að leggja land undir fót í Borg óttans og finna galakjól handa yngismeynni á bænum. Hins vegar bíð ég bara eftir jólahlaðborðahrinu.
Hafiði það gott
Ljón óttans!!!!
Hafiði það gott
Ljón óttans!!!!
Þar sem þetta gekk nú svo ljómandi vel ákvað ég að bæta við og spyrja álits. Sko, hver ákvað það að fjórtán ára skvísur þyrftu síðkjól, ásteyptar neglur, vaxmeðferð, plökkun, litun, galagreiðslu, förðun og limma til að fara á árshátíð grunnskólans á Selfossi???? Hvað varð um gömlu góðu sparifötin? Þið sem eigið gjafvaxta dætur rétt komnar yfir fermingu, kannist þið við svona?? Og Ragna Fanney, hefur þú eytt formúu í svona dæmi eða er þetta bara eitthvað Selfysst?? Ég bara spyr!
Ljón sem brúkaði fermingarföt bróður síns á árshátið Gaggó Selfoss á sínum tíma (Ha Inga systir, manstu eftir flauelsjakkanum hans Einsa og mótorhjólaskyrtunni, jeminn eini)
Ljón sem brúkaði fermingarföt bróður síns á árshátið Gaggó Selfoss á sínum tíma (Ha Inga systir, manstu eftir flauelsjakkanum hans Einsa og mótorhjólaskyrtunni, jeminn eini)