sunnudagur, nóvember 19, 2006

Jebbs

Það er sem sagt verið að breyta blogger.com og ég downlodaði einhverri nýrri útgáfu af þessum annars sjálfstæða blogger. Það gerði það að verkum að ég gat og hef ekkert getað birt af mínum færslum og brá á það ráð að ryðjast inná Kóngsins blogg. Annars er ekkert að frétta, Júlia vann til gullverðlauna með hópnum sínum á fimleikamóti í gær. Svo spilaði hún á opnu húsi í Tónlistarskólanum. Tekið var hús á Mr. Bond og það er sko Bond í lagi! Mæli með þeirri mynd alveg hreint. Í dag var mætt til Svölu Hjaltakonu, hnoðað, skorið út og steikt laufabrauð. Ekkert smá skemmtilegt. Síðan á að leggja land undir fót í Borg óttans og finna galakjól handa yngismeynni á bænum. Hins vegar bíð ég bara eftir jólahlaðborðahrinu.

Hafiði það gott

Ljón óttans!!!!
Þar sem þetta gekk nú svo ljómandi vel ákvað ég að bæta við og spyrja álits. Sko, hver ákvað það að fjórtán ára skvísur þyrftu síðkjól, ásteyptar neglur, vaxmeðferð, plökkun, litun, galagreiðslu, förðun og limma til að fara á árshátíð grunnskólans á Selfossi???? Hvað varð um gömlu góðu sparifötin? Þið sem eigið gjafvaxta dætur rétt komnar yfir fermingu, kannist þið við svona?? Og Ragna Fanney, hefur þú eytt formúu í svona dæmi eða er þetta bara eitthvað Selfysst?? Ég bara spyr!
Ljón sem brúkaði fermingarföt bróður síns á árshátið Gaggó Selfoss á sínum tíma (Ha Inga systir, manstu eftir flauelsjakkanum hans Einsa og mótorhjólaskyrtunni, jeminn eini)

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

..................................

Langt fyrir utan ystu skóga
árið sem að gullið fannst
einn bjó smiður útí móa
og hans dóttir sem þú manst
........veit ekki hvar skal byrja. Hef verið undarlega tóm upp á síðkastið. Ég get ekki kennt fyrirtíðaspennu um, hef aldrei þjáðst af slíku. Það er eitthvað "weird" á seyði. Veit samt ekki hvað. Finnst eins og að lífið sé að fara að taka meiriháttar breytingum. Og hef það á tilfinningunni að ekki sé allt sem sýnist og þá í neikvæðri merkingu. Kannski er svefnleysinu um að kenna eða tortryggninni sem ég hef þjáðst af síðan í barnæsku en samt finnst mér eins og eitthvað sé að læðast aftan að mér. Ég þarf að fara að finna mér vinnu, er að verða búin í fæðingarorlofinu og Selfoss er nú ekki beinlínis vaðandi í atvinnutækifærum. En ég held dauðahaldi í jólatilhlökkunina og reyni að halda sönsum hlustandi á drenginn minn gráta úr sér allt loft á kvöldin og næturnar.
Litla smáin lofi dáin
lipurtáin gleðinnar
ertu dáin útí bláinn
eins og þráin sem ég bar

Ljón sem hefur stundum ekkert að segja og þá er betra að þegja!!