laugardagur, febrúar 24, 2007

Laust við titil.............

Er búin að sprengja alla jákvæðnisskala í dag, byrjaði daginn á að fara með prinsessu Íslands í nammikaupaleiðangur og svo beint heim í bollubakstur. Eftir að hafa matað familiuna, systur mína og systurdóttur, tengdamóður, mágkonu og mágkonubörn af bollum var komið að bóndanum að elda lambalærisneiðarnar ofan í téða familiu, móður sína, mágkonu og mágkonudóttur. Nú nú, þá var kominn tími til að kynna systur minni og tendgdamóður fyrir bíómynd allra mynda og sátum við þrjár í nýja sófanum hennar Ingu systur og dæstum yfir Pretty Woman. En ég ætlaði nú ekki að tala um allt þetta. Málið er að í dag var ég að hlusta á Óla Palla og hann var að kynna efnilegar íslenskar hljómsveitir. Og þvílíkt væl. Maður lifandi. Þetta tónlistardót í dag er algjörlega gagnslaust til nokkurrar skemmtunar. Endalaust söngl og rythmalaust spilerý sem enginn taktur er í. Ég meina Sigurrós hvað. Það er gjörsamlega vonlaust að ætla sér að dansa við þetta, hvað þá að koma sér í gleðigírinn. Helst þyrfti maður að vera á tvöföldum þunglyndislyfjum við að melta þetta. Það var þarna einhver grúbba, hjartalaufið eitthvað, að spila og þetta var náttlega ekki skemmtilegt. Síðan kom eitthver kall og söng og einhver glamraði á fiðlu og sona. Nei tískan í tónlist í dag er bara leiðinleg. Má ég þá frekar biðja um Utangarðsmenn og Risaeðluna og og Rikshaw, maður þeir voru flottir með sona hárlakk og alles. Mikið hlakka ég til þegar metalið kemst aftur á blað. Þá ætla ég nú aldeilis að hrista af mér kílóin en þangað til verð ég að þrauka með Ragga Bjarna sem er allra manna flottastur og meina bót!

föstudagur, febrúar 23, 2007

Aaaarrgggg......

...... er ég orðin leið á super jákvæðu fólki eða hvað!! Alltaf að brosa framan í fólk, baka pönnukökur á sunnudögum, vera umfram allt hress. Yeah right!!! Hvað er að því að vera í vondu skapi, það er til vondur matur, vont veður, vondur sársauki og líka VONT SKAP! En maður á að vera hress, alveg hreint endalaust! Ég er búin að vera að lesa blogg frá allskonar fólki sona og allir eitthvað voða líbó og jákvæðir þótt að landinn sé að fara á hausinn og börnin orðin óalandi en jájá allir eitthvað svo glaðir og svona. Og svo er til maður sem lifir endalaust í þeirri firru að allir hafi hraunað yfir hann í æsku, hann átti svona glataða mömmu og var einmana og vanræktur og þá má hann vera lúser og vanrækja börnin sín, drekka brennivín öll kvöld og láta börnin sín vorkenna sér því hann á svo bágt. Djísus hvað fólk er eitthvað skemmt. Og þetta með klámráðstefnuna, eins og allt klám sé undir tólf ára. Mér finnst klám fínt, núna er það það eina sem ég sé jákvætt í tilverunni (náttlega fyrir utan Bjössa og börnin og Desp.. Housew.. og ...) en neinei allt klám er barnaklám og allar klámdrottningarnar eru nauðfluttar frá East-Evrópu. What a hræsni hreinlega.

Nenni ekki þessu

föstudagur, febrúar 09, 2007

Er ástin sönn eða...............



........hvað? Já nú reynir á. Þið sem lesið þetta litla sem ég hef haft fram að færa hingað til, ég leita til ykkar. Nú verð ég að fá að leita álits hjá ykkur. Og bið ég sérstaklega karlmenn að segja sína skoðun í einlægni og hreinskilni. (Skúli, ég treysti á þig).
Þannig er mál með vexti að við hjónin eigum einn mjög kæran vin. Hann er búinn að vera í töluverðu tjóni í sínu einkalífi. Hann sumsé bjó með konu og gekk vel þar til dag einn að hún tilkynnir honum að þeirra sambandi sé lokið af hennar hálfu, gaf honum ekki beinlínis neinar ástæður en eitthvað hafði víst verið að angra þau í soldinn tíma og ekki náð að vinna úr því. En málið snýst ekki um það. Hann sem sagt getur illa hægt að hugsa um konu þessa. Hún fór í framhaldi af þeirra skilnaði að búa með öðrum manni, var í þeim búskap í nokkra mánuði. En að lokum hringir hún í vininn og tilkynnir honum að hún sé orðin ein aftur og skildist honum að hún hefði nokkra eftirþanka um þeirra viðskilnað. Hann gaf lítið útá það en þar sem hann elskar þessa konu og heldur að hún sé sama sinnis er hann að spá í að leggja spilin á borðið og vita hvort það sé grundvöllur fyrir að taka upp þráðinn að nýju. Slá striki yfir undanfarna mánuði og líta fram á veginn, saman, og jafnvel vinna í því sem aflaga fór í upphafi. En sitt sýnist hverjum um þessa ákvörðun hans og nú spyr ég ykkur. Á hann að gefa henni séns og leggja hjartað og sína andlegu heilsu að veði í von um að örlögin hafi ætlað þeim að vera saman eða á hann að gefa skít í þennan kvenmann sem lék hann svo grátt og fór svo að vera með öðrum manni í kjölfarið? Þið sem lesið þetta, segið nú hvað ykkur finnst!!!

Ljón í andlegum pælingum með Morgan Cane flatmagandi í sófanum