Ég átti stefnumót við Jack Sparrow í gær og það verður að segjast að hann kann að láta blóðið streyma örar. Ég fylgdist grannt með töktunum hans og tilþrifum og komst að þeirri niðurstöðu eftir miklar pælingar að við selfyssingar eigum okkar eigin Sparrow. Jamm, satt er það þótt ótrúlegt sé. Það er maður hér í bæ sem svipar ótrúlega til kallsins og hann hefur þar af leiðandi svipuð áhrif á kvenkynið. Sjarmör dauðans! En því miður fyrir okkur allar þá er hann bara ekki á lausu.
Þannig fór um sjóferð þá
Ljón í fullum fíling