þriðjudagur, október 30, 2007

Gleðibankinn fór á hausinn gott fólk...

Eg veit ekki alveg hvernig ég á að byrja. Það er þetta með fortíðina. Ég veit ekki hvursu mikið hún á að lita lífið manns. Það er almennt sagt að liðið sé liðið og óþarfi að gráta það neitt meir. Hinsvegar er það liðna það sem gerir mann að þeim manni sem maður er í dag. Ég er stundum soldið föst í þessu liðna. Og oftast veldur það mér vanlíðan, kökk hálsinn og sting í hjartað og alls kyns soleiðis vitleysis dramatík. Mér er sagt að þetta sé óttalega óþarfa pælingar en samt, það er hlutir sem einu sinni urðu sem trufla mig og hlutir sem aðrir framkvæmdu sem eru líka að þvælast fyrir mér. Svona pælingar eru slæmar að því leytinu að þær skila manni engu, maður getur ekki breytt fortíðinni og ef maður getur ekki sætt sig við hana hvað gerir maður þá? Það er svo skrýtið hvað löngu liðnir hlutir geta elt mann endalaust uppi. Kannski er hluti af þessum hugsunum öllum dagurinn í dag. Ég tók rútu til Reykjavíkur, þurfti að erindast á gamla góða Laugaveginn og af því að ég var snemma á ferðinni settist ég inn á Konditorið á Rauðarárstígnum. Þangað hef ég ekki komið síðan fyrir 16 árum síðan, þá vann ég á þessum stað, ólétt af Helgu Maríu. Og það helltist yfir mig einhvert svona flashback og allskyns svipmyndir sveimuðu fyrir andlitinu á mér. Og það verður að segjast að þær myndir voru flestar hálf leiðinlegar og sumar beinlínis til þess fallnar að vera aldrei rifjaðar upp. Ég festist sem sagt í gömlum tíma og hélt því áfram, fór niður í Kringlu og labbaði þá leið sem ég forðum fór með litla krílið mitt í vagni, krílið sem verður 16 ára n.k. janúar. Nú er ég komin heim og það umræðuefni sem er hvað mest rætt manna á milli hér á Selfossi er síst til þess fallið að kippa mér inn í nútímann, öðru nær. Ég er svo pirruð að ég gæti gargað, pirruð út í mig og annað fólk sem stal frá mér fullt að árum, pirruð úti í fólk sem ég þekki ekki neitt, bara fyrir það eitt að vera til. Og pirruð út í fólk fyrir að láta bjóða sér hvað sem er. Þið fyrirgefið gott fólk, þetta blogg er gersneytt húmor og það vottar ekki einu sinni fyrir smá kaldhæðni. Eiginlega er ekkert í þessu bloggi sem á að einkenna gott blogg en svona er þetta bara. Sorry.

miðvikudagur, október 24, 2007

Sko stelpuna!!!

Hún Helga mína samdi lag, síðan samdi hún texta. Hún ákvað að taka þátt í söngvakeppni Félagsmiðstöðvarinnar á Selfossi og fékk Jóhönnu vinkonu sína til að syngja með sér og viti menn... þær negldu þetta og unnu fullt af verðlaunum og verða fulltrúar Árborgar í söngvakeppni Samfés í Vogum á Vatnsleysu núna í nóvember... Til hamingju Helga sæta. þið voruð laaaang flottastar!!! Og ég var náttlega voða stolt og Gústi líka sem gólaði sig hásann þegar daman hans vann.

En nóg í bili

Er í vinnunni

Fullt af flottum nýjum fötum

Ljón

fimmtudagur, október 18, 2007

cloudy days

svo sem allt í góðu þessa dagana, sit í vinnunni og stelst til að blogga. Það rignir úti og aðaldæmið þessa daga er r-listaafturgangan, ég fer að hafa upp á gömlu R-barmmerkjunum frá því í gamla daga. Svona er þetta, tískan fer alltaf í hringi. Ég hef svo sem lítið sett mig inn í þetta vesen allt þarna í babylon, en þetta er víst spurning um peninga eins og alltaf, það er alveg sama hvað það er, í dag snýst ALLT um peninga og það mikið af þeim. Þess vegna finnst mér það mjög fyndið að ætla að voga sér að breyta yfirdrætti í bankanum í lán, nei nei reglurnar heimta ábyrgðarmann sem mér dettur ekki í hug að láta eftir þeim, bankareglur eru fyrir lítilmagna eins og okkur hjónin en aðallinn fær að sukka í stóru upphæðunum án allra reglna og aðhalds. En verði þeim að góðu, ég borga þá bara niður minn yfirdrátt og hana nú:) Ég rakst á hana Auði áðan á netinu og það sem mér fannst það skemmtilegt, hún Auður er nefnilega með mér í dansinsum og þeirra hjóna hefur verið sárt saknað undanfarið. Skondið að rekast á hana svona. En ég ætla að selja nokkrar buxur í dag svo að mér er ekki til setunar boðið....