miðvikudagur, janúar 31, 2007
sunnudagur, janúar 28, 2007
x^2 + 3x -20
Svona lítur sem sagt fyrsta dæmið í stærðfræðinni sem ég er að læra í fjarnáminu. Og í þessu dæmi á ég að beita þáttun. Jahá. Nú kemur sér vel að hafa stærðfræðisnillinginn hana Rögnu beib til að aðstoða sig og dusta rykið af heilabúinu. Ég hef ekki gluggað í stærðfræðibækur síðan veturinn áður en Helga fæddist og hún er að verða fimmtán ára á miðvikudaginn. Þannig að það er von að ég sé farin að ryðga. Annars fékk ég 9 fyrir fyrsta spænsku verkefnið mitt og góða umsögn fyrir dönsku verkefnið en þetta fór nú allt saman frekar skrautlega af stað þar sem ég sendi dönskukennaranum spænskuverkefnið og spænskukennaranum dönskuna. En þetta bjargaðist og ég er nú bara voða montin af byrjuninni. Ekki síst vegna þess að ég er skráð í dönsku 300 en hef hvorki talað, lesið né skrifað dönsku síðan á ísöld! Og þá á ég eftir Félagsfræði spurningar sem snúast um framhjáhald og siðferðismat og það verður nú bara skemmtilegt. En þetta er nú svona smá innlit í lærdómspælingar mínar. Annars er allt gott að frétta.
See u later
Ljón í skræðum
See u later
Ljón í skræðum
föstudagur, janúar 19, 2007
fimmtudagur, janúar 18, 2007
Er að reyna að blogga................

............ á meðan ég horfi á HOUSE, sem mér finnst aðalgæinn
Er þessa dagana að reyna að halda í þá litlu geðheilsu sem mér var gefin.
Viðurkenni veikleika minn gagnvart skólastrákum með tatoo
Dreymdi súrealískan draum um dreka á teppi með fiðrildum og bláum rósum
Sit uppi með þá staðreynd að hafa verið alin upp sem skrýtni fjölskyldumeðlimurinn og hef eytt því sem af er ævinni í að standa undir því nafni.
Langar í hús en vil ekki skulda hús, spurning hvort hægt sé að finna eitt stykki hús í góða hirðinum!
Verð örg þegar ég sé auglýsingarnar með leikara Cleese
Finnst að lífið eigi að vera ókeypis þegar maður er orðinn áttræður
Sé ekki fram á að eignast fleiri börn á næstunni
Finnst það reyndar mjög sorgleg staðreynd
Er farin að telja dagana til næstu jóla!
Ætla sko til Heiðu dönsku næsta sumar
Af hverju eru sumir karlmenn gersneyddir sumum tilfinningum sem flestu fólki finnst vera neikvæðar tilfinningar en eru samt eftirsóttar af öllum mannverum!
Er að fara að sækja um vinnu á morgun
Ætla á Þorrablótið hans Kjarra Björrs í Elvisbuxum sem tengdamóðir mín tjáði mér að yrði sér til háborinnar skammar
Skil ekki þetta blogg
Ljón með grautarhaus
Er þessa dagana að reyna að halda í þá litlu geðheilsu sem mér var gefin.
Viðurkenni veikleika minn gagnvart skólastrákum með tatoo
Dreymdi súrealískan draum um dreka á teppi með fiðrildum og bláum rósum
Sit uppi með þá staðreynd að hafa verið alin upp sem skrýtni fjölskyldumeðlimurinn og hef eytt því sem af er ævinni í að standa undir því nafni.
Langar í hús en vil ekki skulda hús, spurning hvort hægt sé að finna eitt stykki hús í góða hirðinum!
Verð örg þegar ég sé auglýsingarnar með leikara Cleese
Finnst að lífið eigi að vera ókeypis þegar maður er orðinn áttræður
Sé ekki fram á að eignast fleiri börn á næstunni
Finnst það reyndar mjög sorgleg staðreynd
Er farin að telja dagana til næstu jóla!
Ætla sko til Heiðu dönsku næsta sumar
Af hverju eru sumir karlmenn gersneyddir sumum tilfinningum sem flestu fólki finnst vera neikvæðar tilfinningar en eru samt eftirsóttar af öllum mannverum!
Er að fara að sækja um vinnu á morgun
Ætla á Þorrablótið hans Kjarra Björrs í Elvisbuxum sem tengdamóðir mín tjáði mér að yrði sér til háborinnar skammar
Skil ekki þetta blogg
Ljón með grautarhaus
laugardagur, janúar 13, 2007
Ó Jesú bróðir besti

Amen
föstudagur, janúar 12, 2007
fimmtudagur, janúar 04, 2007
Gleðilega jólarest og allt það...........

Jólin eru búin, það er staðreynd sem ekki er hægt að horfa framhjá og þótt maður þrjóskist við og jólaljósin séu látin loga áfram, jafnvel framundir febrúar, það er það ekkert eins, jólin eru búin og litadýrðin skilar ekki þeim áhrifum og þeim ljóma sem hún gerði fyrir og yfir hátíðarnar. Ég er ekki búin að fá nóg af jólunum. Ég er ekki ein af þeim sem eru guðslifandi fegnir þegar hægt er að rífa allt glitterið niður og fara að einbeita sér að hinum hversdagslega degi. Brynja vinkona tók einu sinni skrautið sitt niður fyrir þrettánda og það fannst mér hreinlega vera glæpur. Ég er hundfúl yfir að þurfa að taka allt jóladótið mitt og pakka því niður. Samt byrja ég snemma að undirbúa jólin og geri helling. Ríf húsgögn frá veggjum og skrúbba loft og gólf en allt er það til gamans gert og jólalögin látin hljóma á háa C-inu frá því um miðjan október. Svo er bakað og föndrað, við Júlía meira að segja skelltum saman einu piparkökuhúsi sem þið sjáið hér að ofan. Er það ekki æði??? Jólin eru semsé búin að vera á mínu heimili í rúma tvo mánuði og við erum samt ekki tilbúin til að segja þeim lokið að sinni. Hins vegar huggum við okkur við það að jólin koma aftur og það á þessu ári og ég er byrjuð í huganum að plana þau!
Við Bjössi erum að tapa okkur í húsapælingum. Kannski vegna þess að um jólin var ansi þröngt og allir einhvern veginn oní öllum og svo flutti fólk á miðhæðina sem hraunaði yfir mig og minn þvott í þvottahúsinu. Ég er svo búin að fá nóg af því að búa í kommúnu með öðru fólki! Allavega, við töpuðum okkur í húsapælingum og fundum draumahúsið sem bytheway er ógeðslega dýrt en samt ferlega ódýrt en þó utan okkar seilingar. Það má samt láta sig dreyma.